SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 17:01 SpaceX stendur öðrum fyrirtækjum heims framar þegar kemur að því að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu. AP/Eric Gay Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum. Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX. SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX.
SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56
Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27