„Augljóst“ að það sé ekki íslenskuáhugi sem liggi að baki frumvarpi Birgis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:23 Eiríkur Rögnvaldsson segir að ekki megi nota baráttuna fyrir íslensku sem vopn í útlendingaandúð. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir frumvarp, sem gerir íslensku að skilyrði fyrir leigubílaleyfi, vera til þess fallið að mismuna fólki og að það sé ómálefnanlegt. Hann segir augljóst að þarna sé íslenskan notuð sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“ Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“
Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50