Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 10:00 Dani Koljanin og Arnór Hermannsson í bolunum sem seldir verða á staðnum til styrktar Píeta. Gunnar Sverrisson Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld. KR Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
KR Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira