Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 10:00 Dani Koljanin og Arnór Hermannsson í bolunum sem seldir verða á staðnum til styrktar Píeta. Gunnar Sverrisson Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld. KR Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
KR Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira