Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. mars 2024 22:05 Haukar var lurkum laminn eftir æfingu á mánudaginn og spilaði með nokkra sauma fyrir ofan augað vísir / anton brink Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta. „Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik