Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 18:45 Læknirinn Thais Aliabadi hugheysti Munn áður en hún fór í brjóstnámið. Ákvörðun Aliabadi um að framkvæma brjóstakrabbameinsáhættumat á Munn leiddi til þess að æxli fundust í báðum brjóstum hennar. Instagram Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn) Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)
Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira