Umfjöllun og viðtöl: Keflavík felldi Breiðablik Sæbjörn Steinke skrifar 14. mars 2024 18:30 Remy Martin skoraði 25 stig á 18 mínútum í kvöld. Vísir/Bára Það var ljóst fyrir leik Breiðabliks og Keflavíkur í kvöld að Breiðablik þyrfti sigur til þess að halda sæti sínu í deildinni. Sigurinn vannst ekki og er Breiðablik því fallið niður í 1. deild. Lokatölur í Smáranum urðu 89-108 Keflavík í vil. Keflavík var fljótlega komið yfir í leiknum en náði ekki að skilja Breiðablik eftir fyrr en eftir miðbik annars leikhluta. Keflavík skoraði mikið af auðveldum körfum og nánast í hvert sinn sem Breiðablik átti sókn sem liðið kláraði illa þá komu stig á töfluna hinu megin. Það var einmitt eftir tvær þriggja stiga körfur og tvö hraðaupphlaup í röð sem Keflavík náði að byggja upp forskot sem Breiðablik var aldrei að fara ná niður. Keflavík þurfti aðeins að gefa í og þá var liðið búið að skilja frekar andlausa Blika eftir. Það sem var í raun áhugaverðast í leiknum var barátta Keflvíkingsins Remy Martin og Sölva Ólasonar í liði Blika. Sölvi er hörku duglegur varnarmaður og var fljótt kominn undir skinnið á Bandaríkjamanninum sem fékk á sama kafla á sig ódýrar villur og spilaði því ansi lítið í fyrri hálfleiknum. Barátta þeirra hélt áfram í seinni hálfleik og ýtti Martin Sölva m.a. einu sinni mjög augljóslega í jörðina án þess að dómararnir gerðu neitt í því. Dómararnir voru þó vissir í sinni sök þegar Sölvi féll næst til jarðar og fékk tæknivillu fyrir leikaraskap. Fátt annað var markvert í þessum leik þar sem hann snerist um hversu stór sigur Keflavíkur yrði og svo hversu mörg stig Martin myndi skora í seinni hálfleiknum. Hann skaut úr hálf gölnum færum þegar lítið var liðið á skotklukkuna, en undirritaður heldur að flestum í húsinu hafi verið nokkuð sama þar sem lítil spenna var í leiknum og þetta kannski áhugaverðara en hefðbundnara val á skoti. Undir lok leiks tefldi Keflavík fram ansi óreyndu liði og náði Breiðablik aðeins að minnka muninn, en staðreyndin sú að Keflavík vann sinn annan leik í röð mjög sannfærandi og sjötta tap Breiðabliks í röð staðreynd. Af hverju vann Keflavík? Þó að það hafi vantað Halldór Garðar Hermannsson í lið Keflavíkur þá var aldrei spurning um hvor leikmannahópurinn væri sterkari. Keflavík er með mun öflugri hóp og mannskapurinn þar á að vinna Breiðablik í 10 af hverjum 10 skiptum. Þetta var, eins og margir hefðu eflaust spáð fyrir, mjög sannfærandi og um leið og Keflavík náði smá áhlaupi þá hætti leikurinn að vera spennandi. Keflavík skoraði 31 stig eftir hraðaupphlaup gegn einungis sjö stigum úr hraðaupphlaupum hjá Breiðabliki. Þar munar 24 stigum sem nokkurn veginn var munurinn á liðunum í dag. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Remy Martin að halda haus og halda sér inni á vellinum í leiknum. Þrjár villur á örfáum mínútum í fyrsta leikhluta settu hann á bekkinn. Hann fékk einnig aðvörun frá dómaranum fyrir tuð því hann var að láta Sölva fara í taugarnar á sér. Remy spilaði talsvert í seinni hálfleiknum en endaði þó með minna en átján mínútur spilaðar. Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndur Martin var stigahæstur á vellinum með 25 stig. Næstur á eftir honum kom Keith Jordan í liði Breiðabliks með 23 stig. Næstir á eftir þeim í stigaskori voru þeir Jaka Brodnik, Igor Maric og Árni Elmar. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik á mánudaginn gegn Njarðvík. Svo tekur við bikarhlé í deildinni. Keflavík er komið í undanúrslit bikarsins og mætir Stjörnunni á þriðjudag. Pétur Ingvarsson fagnaði sigri gegn sínum gömlu lærisveinum.Vísir/Bára Pétur Ingvars: Hef fulla trú á að þeir komi aftur upp fljótlega Þjálfari Keflavíkur, Pétur Ingvarsson, var eðlilega nokkuð sáttur með sigurinn í Smáranum í kvöld. „Þetta byrjaði erfitt en svo þegar við náðum smá forskoti þá vissum við að þeir myndu kannski gefast upp. Við spilum hratt og vitum að andstæðingarnir verða þreyttir á einhverjum tímapunkti. Við höldum áfram þangað til að það hægist á hinu liðinu.“ Framhaldið hjá Keflavík er undanúrslitaleikur gegn Stjörnunni í bikarnum. „Stjarnan er eitt öflugasta bikarliðið, ekki bara í körfuboltasögu, heldur íþróttasögu á þessari öld. Þetta er gríðarlega mikið verkefni framundan hjá okkur.“ „Það er erfitt að segja með stöðuna á Halldóri Garðari. Hann tognaði aftan í læri og það eru meiðsl sem eru tekin dag frá degi, mér finnst ekkert líklegt að hann verði með á þriðjudaginn, en ég ætla ekki að útiloka það.“ Pétur þjálfaði Breiðablik á síðasta tímabili. Hvernig er að sjá þá vera falla niður í 1. deild? „Það er verkefni framundan, þessi deild er mjög sterk og ég held að Breiðablik, þó að þeir hafi verið að falla núna, þá voru þeir að berjast og eru búnir að berjast í tuttugu leiki og leggja allt í þetta og leikmenn að æfa eins og brjálæðingar. Auðvitað er leiðinlegt að einhverjir þurfa að falla, en það eru fleiri lið sem eru öflug í þessari deild. Miðað við þessa leikmenn, þessa ungu stráka sem eru hérna, þá hef ég fulla trú á að þeir eigi eftir að koma upp aftur fljótlega.“ Pétur fékk síðasta sumar Sigurð son sinn yfir til Keflavíkur eftir að hann tók þar við sem þjálfari. Hefði Breiðablik haldið sér uppi ef hann hefði ekki tekið Sigurð frá þeim? „Það gæti alveg verið, það er ekki það sem við erum að pæla í,“ sagði þjálfarinn að lokum. Sölvi ÓlasonVísir/Hulda Margrét Sölvi Ólason: Erum að byggja eitthvað stórt hérna í Kópavoginum Sölvi Ólason, sem glímdi talsvert við Remy Martin í dag, var til viðtals eftir leikinn. „Það er leiðinlegt að það sé komið staðfest á fallið, en þetta er enginn heimsendir. Við verðum með sterkt lið í 1. deild á næstu ári. Ég býst við því að við munum fara beint aftur upp. Við erum að byggja eitthvað stórt hérna í Kópavoginum,“ sagði Sölvi kokhraustur. Það eru margir ungir leikmenn hjá Breiðabliki að fá stórt tækifæri á þessu tímabili og eins og þjálfarinn Ívar Ásgrímson sagði í viðtalinu við Vísi í kvöld þá gengur vel hjá ungmennaflokknum. „Við erum að fá mikla reynslu út úr þessu. Þó að við séum ekki mjög samkeppnishæfir þá erum við að spila á móti ótrúlega góðum leikmönnum sem fá vel borgað fyrir að spila körfubolta. Við græðum helling á því.“ Talandi um góða leikmenn, hvernig var að spila á móti Martin í kvöld og hvernig byrjaði þessi glíma? „Siggi [Sigurður Pétursson] í Keflavík er góður vinur minn. Hann sagði við mig að það væri ekki hægt að láta Remy tala. Ég á ekki erfitt með að láta leikmenn tala, en síðast þegar ég spilaði á móti honum sagði hann ekki orð og það fór dálítið í mig. Ég reyndi ekki að tala við hann í dag, ætlaði bara að spila á móti honum og gera mitt besta. En svo byrjar hann eitthvað að nuddast eitthvað við mig og ég skildi ekkert í því. Áður en ég vissi af var ég kominn með tæknivillu og hann er að bögga mig og enginn dæmir. Mér finnst það smá galið. Þetta var gaman, hann er fínn leikmaður og áfram gakk.“ Mundi hann eftir þér frá því í fyrri leiknum í vetur? „Ég veit það ekki, örugglega ekki.“ En er hann erfiðasti leikmaður sem þú hefur mætt í vetur? „Nei, alls ekki. Allir leikstjórnendurnir í þessari deild eru mjög góðir. Hann er einn af þeim, en ekkert ofarlega á lista.“ Lokaspurningin var út í lokaskotið, eða öllu heldur hvers vegna Sölvi skaut ekki á körfuna undir lokin eins og hann gerði gegn Hamri í síðustu umferð. „Örugglega vegna þess að það var drullað yfir mig eftir að hafa gert það í síðasta leik. Ég sá skotklukkuna renna niður og svo fór Pétur, gamli þjálfarinn minn, eitthvað að tala í eyrað á mér að þetta myndi eyðileggja þriggja stiga nýtinguna þannig ég sendi boltann bara á Keith,“ sagði Sölvi. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF
Það var ljóst fyrir leik Breiðabliks og Keflavíkur í kvöld að Breiðablik þyrfti sigur til þess að halda sæti sínu í deildinni. Sigurinn vannst ekki og er Breiðablik því fallið niður í 1. deild. Lokatölur í Smáranum urðu 89-108 Keflavík í vil. Keflavík var fljótlega komið yfir í leiknum en náði ekki að skilja Breiðablik eftir fyrr en eftir miðbik annars leikhluta. Keflavík skoraði mikið af auðveldum körfum og nánast í hvert sinn sem Breiðablik átti sókn sem liðið kláraði illa þá komu stig á töfluna hinu megin. Það var einmitt eftir tvær þriggja stiga körfur og tvö hraðaupphlaup í röð sem Keflavík náði að byggja upp forskot sem Breiðablik var aldrei að fara ná niður. Keflavík þurfti aðeins að gefa í og þá var liðið búið að skilja frekar andlausa Blika eftir. Það sem var í raun áhugaverðast í leiknum var barátta Keflvíkingsins Remy Martin og Sölva Ólasonar í liði Blika. Sölvi er hörku duglegur varnarmaður og var fljótt kominn undir skinnið á Bandaríkjamanninum sem fékk á sama kafla á sig ódýrar villur og spilaði því ansi lítið í fyrri hálfleiknum. Barátta þeirra hélt áfram í seinni hálfleik og ýtti Martin Sölva m.a. einu sinni mjög augljóslega í jörðina án þess að dómararnir gerðu neitt í því. Dómararnir voru þó vissir í sinni sök þegar Sölvi féll næst til jarðar og fékk tæknivillu fyrir leikaraskap. Fátt annað var markvert í þessum leik þar sem hann snerist um hversu stór sigur Keflavíkur yrði og svo hversu mörg stig Martin myndi skora í seinni hálfleiknum. Hann skaut úr hálf gölnum færum þegar lítið var liðið á skotklukkuna, en undirritaður heldur að flestum í húsinu hafi verið nokkuð sama þar sem lítil spenna var í leiknum og þetta kannski áhugaverðara en hefðbundnara val á skoti. Undir lok leiks tefldi Keflavík fram ansi óreyndu liði og náði Breiðablik aðeins að minnka muninn, en staðreyndin sú að Keflavík vann sinn annan leik í röð mjög sannfærandi og sjötta tap Breiðabliks í röð staðreynd. Af hverju vann Keflavík? Þó að það hafi vantað Halldór Garðar Hermannsson í lið Keflavíkur þá var aldrei spurning um hvor leikmannahópurinn væri sterkari. Keflavík er með mun öflugri hóp og mannskapurinn þar á að vinna Breiðablik í 10 af hverjum 10 skiptum. Þetta var, eins og margir hefðu eflaust spáð fyrir, mjög sannfærandi og um leið og Keflavík náði smá áhlaupi þá hætti leikurinn að vera spennandi. Keflavík skoraði 31 stig eftir hraðaupphlaup gegn einungis sjö stigum úr hraðaupphlaupum hjá Breiðabliki. Þar munar 24 stigum sem nokkurn veginn var munurinn á liðunum í dag. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Remy Martin að halda haus og halda sér inni á vellinum í leiknum. Þrjár villur á örfáum mínútum í fyrsta leikhluta settu hann á bekkinn. Hann fékk einnig aðvörun frá dómaranum fyrir tuð því hann var að láta Sölva fara í taugarnar á sér. Remy spilaði talsvert í seinni hálfleiknum en endaði þó með minna en átján mínútur spilaðar. Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndur Martin var stigahæstur á vellinum með 25 stig. Næstur á eftir honum kom Keith Jordan í liði Breiðabliks með 23 stig. Næstir á eftir þeim í stigaskori voru þeir Jaka Brodnik, Igor Maric og Árni Elmar. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik á mánudaginn gegn Njarðvík. Svo tekur við bikarhlé í deildinni. Keflavík er komið í undanúrslit bikarsins og mætir Stjörnunni á þriðjudag. Pétur Ingvarsson fagnaði sigri gegn sínum gömlu lærisveinum.Vísir/Bára Pétur Ingvars: Hef fulla trú á að þeir komi aftur upp fljótlega Þjálfari Keflavíkur, Pétur Ingvarsson, var eðlilega nokkuð sáttur með sigurinn í Smáranum í kvöld. „Þetta byrjaði erfitt en svo þegar við náðum smá forskoti þá vissum við að þeir myndu kannski gefast upp. Við spilum hratt og vitum að andstæðingarnir verða þreyttir á einhverjum tímapunkti. Við höldum áfram þangað til að það hægist á hinu liðinu.“ Framhaldið hjá Keflavík er undanúrslitaleikur gegn Stjörnunni í bikarnum. „Stjarnan er eitt öflugasta bikarliðið, ekki bara í körfuboltasögu, heldur íþróttasögu á þessari öld. Þetta er gríðarlega mikið verkefni framundan hjá okkur.“ „Það er erfitt að segja með stöðuna á Halldóri Garðari. Hann tognaði aftan í læri og það eru meiðsl sem eru tekin dag frá degi, mér finnst ekkert líklegt að hann verði með á þriðjudaginn, en ég ætla ekki að útiloka það.“ Pétur þjálfaði Breiðablik á síðasta tímabili. Hvernig er að sjá þá vera falla niður í 1. deild? „Það er verkefni framundan, þessi deild er mjög sterk og ég held að Breiðablik, þó að þeir hafi verið að falla núna, þá voru þeir að berjast og eru búnir að berjast í tuttugu leiki og leggja allt í þetta og leikmenn að æfa eins og brjálæðingar. Auðvitað er leiðinlegt að einhverjir þurfa að falla, en það eru fleiri lið sem eru öflug í þessari deild. Miðað við þessa leikmenn, þessa ungu stráka sem eru hérna, þá hef ég fulla trú á að þeir eigi eftir að koma upp aftur fljótlega.“ Pétur fékk síðasta sumar Sigurð son sinn yfir til Keflavíkur eftir að hann tók þar við sem þjálfari. Hefði Breiðablik haldið sér uppi ef hann hefði ekki tekið Sigurð frá þeim? „Það gæti alveg verið, það er ekki það sem við erum að pæla í,“ sagði þjálfarinn að lokum. Sölvi ÓlasonVísir/Hulda Margrét Sölvi Ólason: Erum að byggja eitthvað stórt hérna í Kópavoginum Sölvi Ólason, sem glímdi talsvert við Remy Martin í dag, var til viðtals eftir leikinn. „Það er leiðinlegt að það sé komið staðfest á fallið, en þetta er enginn heimsendir. Við verðum með sterkt lið í 1. deild á næstu ári. Ég býst við því að við munum fara beint aftur upp. Við erum að byggja eitthvað stórt hérna í Kópavoginum,“ sagði Sölvi kokhraustur. Það eru margir ungir leikmenn hjá Breiðabliki að fá stórt tækifæri á þessu tímabili og eins og þjálfarinn Ívar Ásgrímson sagði í viðtalinu við Vísi í kvöld þá gengur vel hjá ungmennaflokknum. „Við erum að fá mikla reynslu út úr þessu. Þó að við séum ekki mjög samkeppnishæfir þá erum við að spila á móti ótrúlega góðum leikmönnum sem fá vel borgað fyrir að spila körfubolta. Við græðum helling á því.“ Talandi um góða leikmenn, hvernig var að spila á móti Martin í kvöld og hvernig byrjaði þessi glíma? „Siggi [Sigurður Pétursson] í Keflavík er góður vinur minn. Hann sagði við mig að það væri ekki hægt að láta Remy tala. Ég á ekki erfitt með að láta leikmenn tala, en síðast þegar ég spilaði á móti honum sagði hann ekki orð og það fór dálítið í mig. Ég reyndi ekki að tala við hann í dag, ætlaði bara að spila á móti honum og gera mitt besta. En svo byrjar hann eitthvað að nuddast eitthvað við mig og ég skildi ekkert í því. Áður en ég vissi af var ég kominn með tæknivillu og hann er að bögga mig og enginn dæmir. Mér finnst það smá galið. Þetta var gaman, hann er fínn leikmaður og áfram gakk.“ Mundi hann eftir þér frá því í fyrri leiknum í vetur? „Ég veit það ekki, örugglega ekki.“ En er hann erfiðasti leikmaður sem þú hefur mætt í vetur? „Nei, alls ekki. Allir leikstjórnendurnir í þessari deild eru mjög góðir. Hann er einn af þeim, en ekkert ofarlega á lista.“ Lokaspurningin var út í lokaskotið, eða öllu heldur hvers vegna Sölvi skaut ekki á körfuna undir lokin eins og hann gerði gegn Hamri í síðustu umferð. „Örugglega vegna þess að það var drullað yfir mig eftir að hafa gert það í síðasta leik. Ég sá skotklukkuna renna niður og svo fór Pétur, gamli þjálfarinn minn, eitthvað að tala í eyrað á mér að þetta myndi eyðileggja þriggja stiga nýtinguna þannig ég sendi boltann bara á Keith,“ sagði Sölvi.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti