Sun og Mail ljúga því að Gylfi hafi verið rekinn Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 14:20 Gylfi Þór Sigurðsson er að fara að spila í Bestu deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. VÍSIR/VILHELM Fréttir af því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur í íslenska boltann hafa víða ratað í erlenda fjölmiðla en þeir fara misvel með sannleikann. Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra.
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30
„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46
Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39