Sun og Mail ljúga því að Gylfi hafi verið rekinn Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 14:20 Gylfi Þór Sigurðsson er að fara að spila í Bestu deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. VÍSIR/VILHELM Fréttir af því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur í íslenska boltann hafa víða ratað í erlenda fjölmiðla en þeir fara misvel með sannleikann. Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira
Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra.
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira
Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30
„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46
Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39