Nú má heita Hendrix og Tótla Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 12:34 Jimi Hendrix heitinn og Tótla I. Sæmundsdóttir. Vísir Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls. Mannanöfn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls.
Mannanöfn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira