Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 12:30 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira