BKG aftur efstur í CrossFit Open en handboltadómari í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 07:00 Sigurður Hjörtur Þrastarson er kominn alla leið upp í annað sætið með íslensku strákanna. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl Guðmundsson er langefstur meðal íslensku CrossFit karlanna eftir fyrstu tvær vikurnar af opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira