Snöggskilnaðir slá í gegn Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. mars 2024 17:31 Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Fjölskyldumál Alþingi Píratar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun