Orri Steinn byrjaði þegar FCK skaut sér á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 17:00 Orri Steinn í baráttunni gegn Manchester City. Vísir/Getty Images Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar lögðu Íslendingalið Lyngby 4-0 í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby. Hvorugur framherjinn komst hins vegar á blað í dag. Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira
Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira