Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi æfa íþróttir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 13:30 Frá undirritun samningsins við íþróttafélagið Suðra. Frá vinstri, Helgi S. Haraldsson, formaður UMF. Selfoss, Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnisstjóri „Allir með“ og Ófeigur Ágúst Leifsson frá íþróttafélaginu Suðra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi, sautján ára og yngri æfa íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Af þessu hafa menn áhyggjur og því hefur verið stofnað til verkefnisins, „Allir með“, sem fer mjög vel af stað. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend
UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira