Boltinn hjá Seðlabanka, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 16:41 Kristján Þórður Snæbjarnarson segir alla þurfa að vera samstíga til að markmið viðræðnanna gangi eftir. Vísir/Ívar Samningur fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins var undirritaður í dag og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að allir þurfi að vera samstíga og að boltinn sé nú hjá Seðlabanka, fyrirtækjum landsins, ríki og sveitarfélögum. Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira