Kjartan Atli: Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka úr þessum leik Árni Jóhannsson skrifar 7. mars 2024 21:23 Kjartan Atli Kjartansson gat ekki verið sáttur með sitt lið í kvöld. vísir / hulda margrét Leikur Álftaness og Vals á Hlíðarenda var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og var staðan 46-42 fyrir heimamönnum en það skildi heldur betur á milli liðanna í þeim seinni. Lokatölur urðu 89-71 fyrir Val og það var augljóst að Kjartan Atli þjálfari Álftaness var hundfúll með kvöldið. Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti