Samningarnir liggja fyrir sem og aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort sveitarfélögin í heild sinni komi að málum.
Reykjavíkurborg hefur fyrir sitt leyti ákveðið að draga hluta gjaldskrárhækkana til baka og ætlar einnig að verða við kröfu verkalýðsfélaganna um fríar máltíðir í grunnskólum borgarinnar.
Þá hafa verkalýðsráð bæði Framsóknarflokksins og Vinstri grænna skorað á sveitarfélög landsins að gera slíkt hið sama. Sveitarstjórnarráð Samfylkingarinnar hefur gert slíkt hið sama.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn andstaða við fríar skólamáltíðir innan sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi.
