Þægilegt hjá City þrátt fyrir hælkrók Orra Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2024 22:00 Orri Steinn Óskarsson lítur til Mohamed Elyounoussi eftir að hafa lagt upp mark Norðmannsins með afar laglegum hætti. Getty/Catherine Ivill Manchester City komst þægilega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með því að slá út dönsku meistarana í FC Kaupmannahöfn, samtals 6-2. City vann 3-1 í kvöld rétt eins og í fyrri leiknum í Danmörku og hafði þegar gert út um leikinn í fyrri hálfleik, en öll mörk kvöldsins voru skoruð fyrir hlé. Manuel Akanji og Julian Álvarez komu City í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í kvöld en mark Álvarez kom vegna skelfilegra mistaka Kamil Grabara í marki FCK, sem mistókst að grípa boltann. Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fylgdist með af bekknum hjá FCK. Annar landsliðsmaður Íslands, Orri Steinn Óskarsson, var hins vegar í byrjunarliði FCK og spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið á árinu. Orri lagði upp eina mark dönsku meistaranna í kvöld með afar laglegri hælsendingu á Mohamed Elyounoussi, eftir tæplega hálftíma leik. Erling Haaland skoraði hins vegar þriðja mark City fyrir hálfleik, og síðasta mark kvöldsins. Manchester City og Real Madrid eru því komin áfram í 8-liða úrslit. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid slapp naumlega áfram Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti hafa mikið fyrir því að slá út RB Leipzig í kvöld. 6. mars 2024 21:49
Manchester City komst þægilega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með því að slá út dönsku meistarana í FC Kaupmannahöfn, samtals 6-2. City vann 3-1 í kvöld rétt eins og í fyrri leiknum í Danmörku og hafði þegar gert út um leikinn í fyrri hálfleik, en öll mörk kvöldsins voru skoruð fyrir hlé. Manuel Akanji og Julian Álvarez komu City í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í kvöld en mark Álvarez kom vegna skelfilegra mistaka Kamil Grabara í marki FCK, sem mistókst að grípa boltann. Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fylgdist með af bekknum hjá FCK. Annar landsliðsmaður Íslands, Orri Steinn Óskarsson, var hins vegar í byrjunarliði FCK og spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið á árinu. Orri lagði upp eina mark dönsku meistaranna í kvöld með afar laglegri hælsendingu á Mohamed Elyounoussi, eftir tæplega hálftíma leik. Erling Haaland skoraði hins vegar þriðja mark City fyrir hálfleik, og síðasta mark kvöldsins. Manchester City og Real Madrid eru því komin áfram í 8-liða úrslit.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid slapp naumlega áfram Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti hafa mikið fyrir því að slá út RB Leipzig í kvöld. 6. mars 2024 21:49
Real Madrid slapp naumlega áfram Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti hafa mikið fyrir því að slá út RB Leipzig í kvöld. 6. mars 2024 21:49