Í karphúsi krónunnar Sigmar Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 08:00 Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sigmar Guðmundsson Kjaraviðræður 2023-24 Íslenska krónan Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun