Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2024 20:31 Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, kúabændur á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum, sem hafa verið verðlaunuð fyrir að vera með nytjahæsta kúabúið á Íslandi fyrir árið 2023. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun. Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira