Er eldra fólk auðlind peningaaflanna? Aríel Pétursson skrifar 4. mars 2024 11:01 Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila. Mismunandi rekstrarform Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn. Ekki króna greidd í arð Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár. Látum hendur standa fram úr ermum Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann. Gangi hægt um gleðinnar dyr Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Fasteignamarkaður Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila. Mismunandi rekstrarform Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn. Ekki króna greidd í arð Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár. Látum hendur standa fram úr ermum Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann. Gangi hægt um gleðinnar dyr Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun