143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 07:40 Frá Ilulissat á Grænlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. Málið hefur mikið verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að lykkju hafi verið komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda, að sögn til að takmarka fólksfjöldann í landinu. Í sumum tilvikum hafi það verið gert án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Í frétt DR segir að skaðabótakrafan hljómi samtals upp á 43 milljónir danskra króna. Sextíu og sjö konur kröfðust í október á síðasta ári skaðabóta frá danska ríkinu vegna brota á mannréttindum, en þá urðu viðbrögðin engin frá danska ríkinu. Nú hefur fjöldi kvennanna sem stefna danska ríkinu rúmlega tvöfaldast. „Sú okkar sem er elst er rúmlega áttræð og því getum við ekki beðið lengur. Á meðan við enn lifum þá viljum við gjarnan endurheimta sjálfsvirðinguna og virðinguna fyrir legum okkar. Það er engin ríkisstjórn sem á að ákvarða hvort við eigum að eignast börn eða ekki,“ segir Naja Lyberth, talskona kvennanna í samtali við KNR. Fulltrúar danskra ríkisins komu lykkju fyrir í Lyberth þegar hún var fjórtán ára gömul og var einna fyrst til að ræða málið opinberlega. Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Málið hefur mikið verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að lykkju hafi verið komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda, að sögn til að takmarka fólksfjöldann í landinu. Í sumum tilvikum hafi það verið gert án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Í frétt DR segir að skaðabótakrafan hljómi samtals upp á 43 milljónir danskra króna. Sextíu og sjö konur kröfðust í október á síðasta ári skaðabóta frá danska ríkinu vegna brota á mannréttindum, en þá urðu viðbrögðin engin frá danska ríkinu. Nú hefur fjöldi kvennanna sem stefna danska ríkinu rúmlega tvöfaldast. „Sú okkar sem er elst er rúmlega áttræð og því getum við ekki beðið lengur. Á meðan við enn lifum þá viljum við gjarnan endurheimta sjálfsvirðinguna og virðinguna fyrir legum okkar. Það er engin ríkisstjórn sem á að ákvarða hvort við eigum að eignast börn eða ekki,“ segir Naja Lyberth, talskona kvennanna í samtali við KNR. Fulltrúar danskra ríkisins komu lykkju fyrir í Lyberth þegar hún var fjórtán ára gömul og var einna fyrst til að ræða málið opinberlega.
Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00