Meistararnir aftur á toppinn eftir öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 20:01 Chelsea er komið á topp ensku deildarinnar. Warren Little/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með Refina frá Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Manchester United náði aðeins í stig gegn West Ham United og Brighton & Hove Albion skoraði 7 mörk gegn botnliði Bristol City. Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira