Leikurinn var hin besta skemmtun en gestirnir frá Birminghm-borg komust yfir þökk sé marki Ollie Watkins á 24. mínútu. Fjórtán mínútum síðar tvöfaldaði Watkins forystu Villa og staðan 0-2 í hálfleik.
Baráttuandi heimamanna var til fyrirmyndar í síðari hálfleik og á 66. mínútu minnkaði Tahith Chong muninn. Skömmu síðar jafnaði Carlton Morris leikinn og var svo nærri búinn að koma Luton yfir ekki löngu eftir það.
Eftir að hafa jafnað var Luton líklegri aðilinn á 89. mínútu steig varamaðurinn Lucas Digne upp og skoraði sigurmarkið með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Moussa Diaby. Staðan orðin 2-3 og reyndust það lokatölur á Kenilworth Road.
Lucas Digne in the 89th-minute @AVFCOfficial have taken the lead once more despite a resurgent performance in the second-half from Luton! #LUTAVL pic.twitter.com/XXWN2Ikbkk
— Premier League (@premierleague) March 2, 2024
Villa er nú með 55 stig í 4. sæti, fimm stigum meira en Tottenham sem er sæti neðar en á leik til góða. Luton er í 18. sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.