Rasískar íslenskar ömmur tilefni til að hafa áhyggjur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2024 15:31 Dagur Hjartarson rithöfundur og skáld er hugsi yfir umræðunni um málefni innflytjenda hér á landi. Dagur Hjartarson rithöfundur og kennari segir ekkert nýtt að sjá fúla afa tjá sig með rasískum hætti á vefmiðlum. En þegar hann sé farinn að verða jafn var við rasískar ömmur, sömu ömmur og samélagið hangir að stóru leyti saman á, er hann orðinn áhyggjufullur. Það slær hann. Dagur skrifar pistilinn „Ömmugull“ í nýjustu útgáfu Heimildarinnar. Í pistlinum skoðar Dagur færslur hjá nokkrum ömmum á Facebook um barnabörnin sín, hvernig þær styðji Guðna forseta og hlýði Víði. Myndir af börnum og barnabörnum, hlýjar afmæliskveðjur, myndir af Esjunni og kveðja til fólks fyrir handan sem er sárt saknað. Eitthvað sem ætla megi að hin týpíska íslenska amma geri. á Facebook. Hins vegar eigi þessar sömu ömmur aðra sameiginlega hlið sem veldur Degi hugarangri. „Fyrir utan að vera örugglega yndislegar ömmur eiga þær þrjár sameiginlegt að hafa allar kommentað undir sömu fréttina á Facebook. Hún fjallar um að 12 manneskjum með landvistarleyfi á Íslandi hafi verið bjargað frá Gaza: „fyrst og fremst særð og slösuð börn, vannærð ungbörn“ stendur í fréttinni,“ segir Dagur. „Amma nr. eitt spyr hver eigi að borga fyrir „þetta lið?“ Amma nr. tvö segir að okkar bíði ekki björt framtíð með „þetta lið“ hér á landi. Amma nr. þrjú spyr hvar „þetta lið“ eigi að búa. Aðrar ömmur blanda sér í umræðuna. Ein þeirra kallar konurnar sem björguðu börnunum íslenska hryðjuverkamenn. Önnur vill senda sömu konur úr landi,“ segir Dagur í pistli sínum. Hann vísar til Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem ritaði í bókinni Skáldatími um heimsóknir sínar til Þýskalands fyrir og rétt eftir að Hitlar komst til valda í Þýskalandi. „Þar furðar hann sig á því hvað kanslarinn hafi verið elskaður og dáður „af góðum konum, ráðvöndum og hjartahreinum, sem aldrei höfðu gert kvikindi mein eða lögðu beinlínis af æðri köllun nótt við dag að hjálpa sjúkum og sárum, gagnsýrðar af anda líknarstofnana“,“ skrifar Dagur. Fórnfúsar ömmur sem beri samfélagið uppi Hann segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur þegar ömmur okkar séu farnar að tala svona í kommentakerfum á Facebook. Nokkur umræða hefur spunnist um pistil Dags sem er í dreifingu á Facebook. Ein kona, líklega amma, spyr Dag af hverju hann taki ömmur fyrir? „Mín tilfinning og trú að þetta samfélag hangi saman á fórnfúsum ömmum, prjónandi, bakandi, byggjandi barnaspítala o.s. frv.,“ segir Dagur og vísar til Barnaspítala hringsins. Ömmur virðast eiga sérstakan stað í hjarta hans eins og flestra Íslendinga. „Ekkert nýtt að sjá kommentakerfin full af fúlum öfum, því miður, en mér finnst ég núna verða jafnvar við ömmurnar. Og það slær mig,“ segir Dagur. Vekur viðbrögð Pistillinn vekur sem fyrr segir athygli og segir Egill Helgason fjölmiðlamaður hann hrikalega beittan. Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður segir erfitt að sjá að jaðarumræða um fólk í viðkvæmri stöðu sé komin inn á miðjuna. „Að lesa ummælakerfi á fb og í fjölmiðlum er hræðilegt og hefur versnað stórkostlega bara á nokkrum vikum. Enginn veit hvar þetta endar en sagar sýnir að það getur haft skelfilegar og óafturkræfar afleiðingar,“ segir Helga Vala. Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu segir merkilegt að vitna í Laxness í þessu samhengi. „Sem var ekki bara sleginn blindu, heldur lokaði vísvitandi augunum fyrir ógeðinu í Sovét og hélt trúboðinu áfram heima gegn betri vitund.“ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ömmur eru langbestar Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er eða var amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér líka. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar. 26. júní 2020 08:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Dagur skrifar pistilinn „Ömmugull“ í nýjustu útgáfu Heimildarinnar. Í pistlinum skoðar Dagur færslur hjá nokkrum ömmum á Facebook um barnabörnin sín, hvernig þær styðji Guðna forseta og hlýði Víði. Myndir af börnum og barnabörnum, hlýjar afmæliskveðjur, myndir af Esjunni og kveðja til fólks fyrir handan sem er sárt saknað. Eitthvað sem ætla megi að hin týpíska íslenska amma geri. á Facebook. Hins vegar eigi þessar sömu ömmur aðra sameiginlega hlið sem veldur Degi hugarangri. „Fyrir utan að vera örugglega yndislegar ömmur eiga þær þrjár sameiginlegt að hafa allar kommentað undir sömu fréttina á Facebook. Hún fjallar um að 12 manneskjum með landvistarleyfi á Íslandi hafi verið bjargað frá Gaza: „fyrst og fremst særð og slösuð börn, vannærð ungbörn“ stendur í fréttinni,“ segir Dagur. „Amma nr. eitt spyr hver eigi að borga fyrir „þetta lið?“ Amma nr. tvö segir að okkar bíði ekki björt framtíð með „þetta lið“ hér á landi. Amma nr. þrjú spyr hvar „þetta lið“ eigi að búa. Aðrar ömmur blanda sér í umræðuna. Ein þeirra kallar konurnar sem björguðu börnunum íslenska hryðjuverkamenn. Önnur vill senda sömu konur úr landi,“ segir Dagur í pistli sínum. Hann vísar til Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem ritaði í bókinni Skáldatími um heimsóknir sínar til Þýskalands fyrir og rétt eftir að Hitlar komst til valda í Þýskalandi. „Þar furðar hann sig á því hvað kanslarinn hafi verið elskaður og dáður „af góðum konum, ráðvöndum og hjartahreinum, sem aldrei höfðu gert kvikindi mein eða lögðu beinlínis af æðri köllun nótt við dag að hjálpa sjúkum og sárum, gagnsýrðar af anda líknarstofnana“,“ skrifar Dagur. Fórnfúsar ömmur sem beri samfélagið uppi Hann segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur þegar ömmur okkar séu farnar að tala svona í kommentakerfum á Facebook. Nokkur umræða hefur spunnist um pistil Dags sem er í dreifingu á Facebook. Ein kona, líklega amma, spyr Dag af hverju hann taki ömmur fyrir? „Mín tilfinning og trú að þetta samfélag hangi saman á fórnfúsum ömmum, prjónandi, bakandi, byggjandi barnaspítala o.s. frv.,“ segir Dagur og vísar til Barnaspítala hringsins. Ömmur virðast eiga sérstakan stað í hjarta hans eins og flestra Íslendinga. „Ekkert nýtt að sjá kommentakerfin full af fúlum öfum, því miður, en mér finnst ég núna verða jafnvar við ömmurnar. Og það slær mig,“ segir Dagur. Vekur viðbrögð Pistillinn vekur sem fyrr segir athygli og segir Egill Helgason fjölmiðlamaður hann hrikalega beittan. Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður segir erfitt að sjá að jaðarumræða um fólk í viðkvæmri stöðu sé komin inn á miðjuna. „Að lesa ummælakerfi á fb og í fjölmiðlum er hræðilegt og hefur versnað stórkostlega bara á nokkrum vikum. Enginn veit hvar þetta endar en sagar sýnir að það getur haft skelfilegar og óafturkræfar afleiðingar,“ segir Helga Vala. Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu segir merkilegt að vitna í Laxness í þessu samhengi. „Sem var ekki bara sleginn blindu, heldur lokaði vísvitandi augunum fyrir ógeðinu í Sovét og hélt trúboðinu áfram heima gegn betri vitund.“
Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ömmur eru langbestar Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er eða var amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér líka. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar. 26. júní 2020 08:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Ömmur eru langbestar Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er eða var amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér líka. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar. 26. júní 2020 08:00