Fyrirliðinn tjáir sig um brotthvarf arftaka Freys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 23:00 Marcel Rømer og Sævar Atli Magnússon. Lars Ronbog/Getty Images Magne Hoseth tók við af Frey Alexanderssyni hjá danska Íslendingaliðinu Lyngby. Hann entist aðeins 50 daga í starfi eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Nú hefur Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, tjáð sig um málið. Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira