Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2024 11:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Vísir/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28
Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50