Flautað til leiks Trausti Hjálmarsson skrifar 1. mars 2024 12:30 Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun