Lífið

Nær­mynd af Herberti Guð­munds­syni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðunn Blöndal er að vinna þátt um feril Herberts.
Auðunn Blöndal er að vinna þátt um feril Herberts.

Herbert Guðmundsson stendur fyrir tónleikum í Háskólabíói á næstunni, hans stærstu tónleika.

Herbert er alinn upp í Laugarneshverfinu og fæddur árið 1953. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við vini Herberts og hann sjálfan. Herbert er tvígiftur, á sjö börn og tólf barnabörn. Tónleikarnir munu bera heitið Flakkað um ferilinn. Fram kom í viðtalinu við Herbert að Auðunn Blöndal er að vinna þátt með honum sem birtist í næstu þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar.

„Við hittumst fyrst árið 1985 þegar ég var að vinna sem plötusnúður á skemmtistað og hann var alltaf að koma fram með Can´t Walk Away og gerði alltaf allt vitlaust með það lag eins og við þekkjum,“ segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni.

„Ég hef síðan oft tekið á móti honum í útvarpinu, síðan ég byrjaði 1989 og hef í raun ekki tölu á heimsóknunum.“

„Við kynnumst á balli á Akureyri. Ég hitti hann, á kannski ekki mjög sexý stað, á snyrtingunni og við hófum tal saman. Mér leist vel á hann strax, hann var hress og kátur og gat heldur betur sungið,“ segir óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson vinur Herberts.

„Þetta eru eitthvað rúmlega tvö hundruð lög sem eru á skrá hjá STEF og svona tíu sem hafa náð að verða svolítið þekkt.“

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Nærmynd af Herberti Guðmundssyni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.