Rithöfundar nýttu aukadaginn í brúðkaup Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 10:07 Bragi Páll og Bergþóra fóru sínar eigin leiðir varðandi giftingarhringana. Bergþóra Snæbjörns Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni. Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“ Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“
Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira