Gifti sig á Íslandi og uppgötvaði gat á markaðnum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2024 14:16 Þegar Ann gifti sig á Íslandi árið 2012 tók hún eftir að það var ákveðið gat á markaðnum hér á landi þegar kom að skipulagningu á brúðkaupum fyrir ferðamenn. Aðsend Hin bandaríska Ann Peters féll fyrir Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins árið 2010. Röð atvika leiddi til þess að hún settist að hér á landi og í dag rekur hún fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda ferðamenn. Á undanförnum árum hefur Ísland orðið sívinsælli áfangastaður fyrir giftingarathafnir, og þá ekki síst á meðal Bandaríkjamanna. „Það var vöntun á markaðnum fyrir bandarískan brúðkaupsskipuleggjanda, til að þjónusta aðra Bandaríkjamenn,“ segir Ann í samtali við Vísi. Níutíu prósent af viðskiptavinum hennar eru Bandaríkjamenn. Aðrir koma frá Bretlandi, meginlandi Evrópu, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Í grein sem birtist á vef Business Insider nú á dögunum lýsir blaðamaður ferðalagi sínu til Íslands, þar sem hún var viðstödd giftingarathöfn sem Iceland Wedding Planner, fyrirtæki Ann, hafði veg og vanda af að skipuleggja. Staðsetningin var allt annað en hefðbundin. Athöfnin fór fram í íshelli. „Ég hef verið viðstödd óteljandi brúðkaup, ég hef skrifað um brúðkaup í mörg ár og ég hef meira að segja stýrt athöfnum sjálf. Ég hélt að ég væri búin að sjá allt. Síðan varði ég deginum með Ann Peters,“ ritar blaðamaðurinn. Ann hefur skipulag fleira en eina giftingu inni í íshelli.Ann Peters Upplifði sig „heima“ í Vík Ann er fædd og uppalin á sveitabæ í Ohio. „Þegar ég var í háskóla byrjaði ég að taka myndir í brúðkaupum til að fjármagna skólagjöldin. Að náminu loknu fór ég síðan að vinna við aðfangakeðjustjórnun. Ég notaði frítímann í ferðalög og hélt áfram að taka ljósmyndir af brúðkaupum á sérstökum áfangastöðum.“ Á sínum tíma setti Ann sér það markmið að klífa fjörutíu jökla áður en hún yrði fertug. Það varð til þess að hún kom upprunalega til Íslands árið 2010. „Og þá varð ég heltekin af Vík. Einhverra hluta vegna fannst mér eins og ég væri komin „heim“ þegar ég fór fyrst til Víkur, og upplifunin var sú sama í hvert sinn sem ég heimsótti Vík eftir það. Ég er búin að ferðast út um allan heim, ég er búin að heimsækja yfir hundrað lönd, og er búin að ljósmynda brúðkaup í öllum heimsálfum. En eini staðurinn sem hefur virkilega snert streng í hjartanu á mér, og vakið hjá mér þessa tilfinningu er Vík.“ Ævintýralegur dagur við Seljalandsfoss Þegar Ann og fyrri eiginmaður hennar gengu í hjónaband árið 2012 kom ekki annað til greina en að halda athöfnina á Íslandi, nánar tiltekið við Seljalandsfoss. „Það var ævintýralegur dagur, og við buðum yfir fjörutíu gestum,“ segir hún. Við skipulagningu brúðkaupsins rak Ann sig hins vegar á margvíslegar hindranir, og henni varð ljóst að það var ákveðið gat á markaðnum hér á landi þegar kom að skipulagningu á brúðkaupum fyrir ferðamenn. „Mörg fyrirtæki voru til dæmis ekki með þjónustu sína aðgengilega á netinu, eða voru ekki með heimasíðu á ensku. Þar að auki fór ýmislegt úrskeiðis sem skrifaðist á menningar-og samskiptalegan mun. Eftir að hafa gengið í gegnum það allt þá vissi ég að ég gæti boðið upp á betri þjónustu og staðla þegar kom að markaðnum fyrir erlend brúðkaup á Íslandi.“ Í kjölfarið opnuði Ann vefsíðuna Icelandweddingplanner.com. Og fljótlega fór boltinn að rúlla. Hér má sjá eitt af þeim fjölmörgu brúðhjónum sem Ann hefur aðstoðað við að láta pússa sig saman á Íslandi.Ann Peters Meira en bara flottar myndir Nokkrum árum seinna skildu leiðir Ann og fyrri eiginmanns hennar. Iceland Wedding Planner var hins vegar komið til að vera og hefur vaxið statt og stöðugt undanfarin áratug. Og eftir að hafa flakkað stöðugt á milli Íslands og Bandaríkjanna í þrjú ár ákvað Ann loks að setjast alfarið að hér á landi. Og hún fann ástina að nýju, og er í dag gift Davíð Geir Jónassyni. Parið stendur í stórræðum þessi misserin, en fyrir utan starfið í kringum Iceland Wedding Planner eru þau á fullu að byggja draumahúsið sitt í Vík og hafa deilt myndum úr ferlinu á Instagram. Að sögn Ann sérhæfir Iceland Wedding Planner sig í svokölluðum upplifunar eða „experience driven“ brúðkaupum, þar sem öll skilningarvitin er örvuð. Ann hefur veg og vanda af skipulagninu og sér jafnframt um að ljósmynda.Ann Peters „Þetta snýst ekki bara um að dressa fólk upp og láta taka flottar myndir heldur viljum við skapa upplifun þar sem fólk er gagntekið á alla vegu. Og við gerum okkar besta til að kynna Ísland á þann hátt að það hreyfi við fólki. Það getur verið allt frá því að drekka vatn úr læk, eða bræddan ís úr jökli, eitthvað sem flestir í heiminum eru óvanir að gera, annars staðar en á Íslandi. Það getur líka falið í sér að upplifa íslenska náttúru, klikkaða íslenska veðrið, og íslenska menningu. Til dæmis með því að segja fólki frá draugasögur af Mýrdalssandi, eða reyna að útskýra fyrir þeim söguþráðinn í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík.“ Fyrirtæki Ann er í samstarfi við íslenskan prest sem sér um gefa viðkomandi brúðhjón saman. „Ég er afskaplega heppin, og þakklát fyrir að hann sé hluti af teyminu okkar, hann nefnilega elskar ævintýri alveg jafn mikið og við og setur það ekki fyrir sig að arka langar leiðir upp að fossum, upp á jökla og upp og niður gljúfur!“ Íslenskur prestur gefur brúðhjónin saman.Ann Peters Að sögn Ann er allur gangur á því hvort brúðhjónin sem leita til hennar fari í gegnum formlegt umsóknarferli hjá sýslumanni hérlendis; sækji um hjónavígsluvottorð og útvegi öll nauðsynleg gögn. „Ég myndi segja að hlutfallið væri svona 60/40. 60 prósent fara í gegnum þetta ferli en 40 prósent ekki. En langflestir eru með formlega athöfn, bæði þau pör sem eru að koma bara tvö hingað til lands og þau pör sem eru að taka með sér gesti.“ Fólk fær ekki nóg af Íslandi Að sögn Ann er hvert og eitt brúðkaup sérstakt og eftirminnilegt. „Það eru auðvitað mörg augnablik sem standa upp úr. Við höfum þurft að glíma við óveður af ýmsu tagi, fjallajeppar hafa bilað eða orðið fastir og starfsmenn hafa fest sig í kviksandi við að setja upp stóla!“ Fallegt og óvenjulegt bónorð á Íslandi.Ann Peters Á undanförnum árum hafa ákveðnir staðir á Íslandi verið vinsælir fyrir brúðkaup, eins og Skógafoss og Fagradalsfjall. „Við einblínum þó frekar á fámennari og óhefðbundin svæði, og við reynum eftir fremsta megni að skapa nána upplifun fyrir pörin sem leita til okkar,“ segir Ann. Hvers vegna er Ísland svona vinsæll áfangastaður fyrir brúðkaup? „Að mínu mati er Ísland eini staðurinn í heiminum sem dregur fólk endalaust til sín aftur og aftur. Fólk virðist bara ekki fá nóg! Það er svo margt að sjá, gera og upplifa,“ segir Ann og bætir við að hugsunarháttur og viðhorf Íslendinga spili líka inn í. „Íslendingar séu nýjungagjarnir, þrautseigir og ganga rösklega til verka. Fólk sér það og virðir það og vill sjá það í verki. En við erum líka rík af þekkingu fyrir fólk sem er forvitið um íslenska sögu og jarðfræði. Þessi pínulitla eyja í Norður- Atlantshafi býður upp eitthvað fyrir alla, óháð bakgrunni, aldri eða áhugamálum og það er mjög þýðingarmikið,“ segir Ann. „Ofan á það bætist við ógleymanlegt landslag. Þetta er algjörlega fullkomin samsetning.“ Ástin og lífið Brúðkaup Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Ísland orðið sívinsælli áfangastaður fyrir giftingarathafnir, og þá ekki síst á meðal Bandaríkjamanna. „Það var vöntun á markaðnum fyrir bandarískan brúðkaupsskipuleggjanda, til að þjónusta aðra Bandaríkjamenn,“ segir Ann í samtali við Vísi. Níutíu prósent af viðskiptavinum hennar eru Bandaríkjamenn. Aðrir koma frá Bretlandi, meginlandi Evrópu, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Í grein sem birtist á vef Business Insider nú á dögunum lýsir blaðamaður ferðalagi sínu til Íslands, þar sem hún var viðstödd giftingarathöfn sem Iceland Wedding Planner, fyrirtæki Ann, hafði veg og vanda af að skipuleggja. Staðsetningin var allt annað en hefðbundin. Athöfnin fór fram í íshelli. „Ég hef verið viðstödd óteljandi brúðkaup, ég hef skrifað um brúðkaup í mörg ár og ég hef meira að segja stýrt athöfnum sjálf. Ég hélt að ég væri búin að sjá allt. Síðan varði ég deginum með Ann Peters,“ ritar blaðamaðurinn. Ann hefur skipulag fleira en eina giftingu inni í íshelli.Ann Peters Upplifði sig „heima“ í Vík Ann er fædd og uppalin á sveitabæ í Ohio. „Þegar ég var í háskóla byrjaði ég að taka myndir í brúðkaupum til að fjármagna skólagjöldin. Að náminu loknu fór ég síðan að vinna við aðfangakeðjustjórnun. Ég notaði frítímann í ferðalög og hélt áfram að taka ljósmyndir af brúðkaupum á sérstökum áfangastöðum.“ Á sínum tíma setti Ann sér það markmið að klífa fjörutíu jökla áður en hún yrði fertug. Það varð til þess að hún kom upprunalega til Íslands árið 2010. „Og þá varð ég heltekin af Vík. Einhverra hluta vegna fannst mér eins og ég væri komin „heim“ þegar ég fór fyrst til Víkur, og upplifunin var sú sama í hvert sinn sem ég heimsótti Vík eftir það. Ég er búin að ferðast út um allan heim, ég er búin að heimsækja yfir hundrað lönd, og er búin að ljósmynda brúðkaup í öllum heimsálfum. En eini staðurinn sem hefur virkilega snert streng í hjartanu á mér, og vakið hjá mér þessa tilfinningu er Vík.“ Ævintýralegur dagur við Seljalandsfoss Þegar Ann og fyrri eiginmaður hennar gengu í hjónaband árið 2012 kom ekki annað til greina en að halda athöfnina á Íslandi, nánar tiltekið við Seljalandsfoss. „Það var ævintýralegur dagur, og við buðum yfir fjörutíu gestum,“ segir hún. Við skipulagningu brúðkaupsins rak Ann sig hins vegar á margvíslegar hindranir, og henni varð ljóst að það var ákveðið gat á markaðnum hér á landi þegar kom að skipulagningu á brúðkaupum fyrir ferðamenn. „Mörg fyrirtæki voru til dæmis ekki með þjónustu sína aðgengilega á netinu, eða voru ekki með heimasíðu á ensku. Þar að auki fór ýmislegt úrskeiðis sem skrifaðist á menningar-og samskiptalegan mun. Eftir að hafa gengið í gegnum það allt þá vissi ég að ég gæti boðið upp á betri þjónustu og staðla þegar kom að markaðnum fyrir erlend brúðkaup á Íslandi.“ Í kjölfarið opnuði Ann vefsíðuna Icelandweddingplanner.com. Og fljótlega fór boltinn að rúlla. Hér má sjá eitt af þeim fjölmörgu brúðhjónum sem Ann hefur aðstoðað við að láta pússa sig saman á Íslandi.Ann Peters Meira en bara flottar myndir Nokkrum árum seinna skildu leiðir Ann og fyrri eiginmanns hennar. Iceland Wedding Planner var hins vegar komið til að vera og hefur vaxið statt og stöðugt undanfarin áratug. Og eftir að hafa flakkað stöðugt á milli Íslands og Bandaríkjanna í þrjú ár ákvað Ann loks að setjast alfarið að hér á landi. Og hún fann ástina að nýju, og er í dag gift Davíð Geir Jónassyni. Parið stendur í stórræðum þessi misserin, en fyrir utan starfið í kringum Iceland Wedding Planner eru þau á fullu að byggja draumahúsið sitt í Vík og hafa deilt myndum úr ferlinu á Instagram. Að sögn Ann sérhæfir Iceland Wedding Planner sig í svokölluðum upplifunar eða „experience driven“ brúðkaupum, þar sem öll skilningarvitin er örvuð. Ann hefur veg og vanda af skipulagninu og sér jafnframt um að ljósmynda.Ann Peters „Þetta snýst ekki bara um að dressa fólk upp og láta taka flottar myndir heldur viljum við skapa upplifun þar sem fólk er gagntekið á alla vegu. Og við gerum okkar besta til að kynna Ísland á þann hátt að það hreyfi við fólki. Það getur verið allt frá því að drekka vatn úr læk, eða bræddan ís úr jökli, eitthvað sem flestir í heiminum eru óvanir að gera, annars staðar en á Íslandi. Það getur líka falið í sér að upplifa íslenska náttúru, klikkaða íslenska veðrið, og íslenska menningu. Til dæmis með því að segja fólki frá draugasögur af Mýrdalssandi, eða reyna að útskýra fyrir þeim söguþráðinn í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík.“ Fyrirtæki Ann er í samstarfi við íslenskan prest sem sér um gefa viðkomandi brúðhjón saman. „Ég er afskaplega heppin, og þakklát fyrir að hann sé hluti af teyminu okkar, hann nefnilega elskar ævintýri alveg jafn mikið og við og setur það ekki fyrir sig að arka langar leiðir upp að fossum, upp á jökla og upp og niður gljúfur!“ Íslenskur prestur gefur brúðhjónin saman.Ann Peters Að sögn Ann er allur gangur á því hvort brúðhjónin sem leita til hennar fari í gegnum formlegt umsóknarferli hjá sýslumanni hérlendis; sækji um hjónavígsluvottorð og útvegi öll nauðsynleg gögn. „Ég myndi segja að hlutfallið væri svona 60/40. 60 prósent fara í gegnum þetta ferli en 40 prósent ekki. En langflestir eru með formlega athöfn, bæði þau pör sem eru að koma bara tvö hingað til lands og þau pör sem eru að taka með sér gesti.“ Fólk fær ekki nóg af Íslandi Að sögn Ann er hvert og eitt brúðkaup sérstakt og eftirminnilegt. „Það eru auðvitað mörg augnablik sem standa upp úr. Við höfum þurft að glíma við óveður af ýmsu tagi, fjallajeppar hafa bilað eða orðið fastir og starfsmenn hafa fest sig í kviksandi við að setja upp stóla!“ Fallegt og óvenjulegt bónorð á Íslandi.Ann Peters Á undanförnum árum hafa ákveðnir staðir á Íslandi verið vinsælir fyrir brúðkaup, eins og Skógafoss og Fagradalsfjall. „Við einblínum þó frekar á fámennari og óhefðbundin svæði, og við reynum eftir fremsta megni að skapa nána upplifun fyrir pörin sem leita til okkar,“ segir Ann. Hvers vegna er Ísland svona vinsæll áfangastaður fyrir brúðkaup? „Að mínu mati er Ísland eini staðurinn í heiminum sem dregur fólk endalaust til sín aftur og aftur. Fólk virðist bara ekki fá nóg! Það er svo margt að sjá, gera og upplifa,“ segir Ann og bætir við að hugsunarháttur og viðhorf Íslendinga spili líka inn í. „Íslendingar séu nýjungagjarnir, þrautseigir og ganga rösklega til verka. Fólk sér það og virðir það og vill sjá það í verki. En við erum líka rík af þekkingu fyrir fólk sem er forvitið um íslenska sögu og jarðfræði. Þessi pínulitla eyja í Norður- Atlantshafi býður upp eitthvað fyrir alla, óháð bakgrunni, aldri eða áhugamálum og það er mjög þýðingarmikið,“ segir Ann. „Ofan á það bætist við ógleymanlegt landslag. Þetta er algjörlega fullkomin samsetning.“
Ástin og lífið Brúðkaup Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira