Sér fram á verkfallsboðun Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. febrúar 2024 19:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sér fram á verkfall hjá ræstingafólki. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. „Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
„Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira