Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 21:21 Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment. EPA/CAROLINE BREHMAN Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE. Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins. Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins.
Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira