Rússland vann gull í liðakeppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 en eftir keppnina kom í ljós að hin fjórtán ára gamla Kamila Valieva hafði fallið á lyfjaprófi í aðdraganda leikanna.
Eftir að Alþjóða íþróttadómstólinn staðfesti það endanlega að Kamila Valieva hefði fallið á lyfjaprófi þá ákvað Alþjóða skautsambandið að draga stig hennar af rússneska liðinu.
Figure skating-Canada, Russia file appeals against re-ranking of 2022 Olympic team result https://t.co/h47S5VYCdD pic.twitter.com/dBVkmEAnBx
— CNA (@ChannelNewsAsia) February 26, 2024
Rússarnir duttu þar með niður í þriðja sætið og urðu því að skipta gullinu út fyrir brons. Bandaríkjamenn fengu þá gull en Japanir silfur.
Rússar er ekki tilbúnir að gefast upp og hafa nú sent inn þrjár áfrýjanir vegna málsins. Ein kom frá rússnesku Ólympíunefndinni, ein frá rússneska skautasambandinu og loks eins frá sex meðlimum skautalandsliðs Rússa.
Kamila Valieva heldur því fram að hún hafi fengið ólöglega lyfið í gegnum eftirrétt afa síns. Hann átti að hafa mulið hjartameðal sitt út í eftirréttinn sem hún svo borðaði. Alþjóða íþróttadómstólinn hafnaði þeirri vörn hennar.
Allar áfrýjanirnar kalla eftir því að Rússar fái gullið sitt aftur.
Kanadamenn hafa líka sent inn áfrýjun því þeir vilja frá bronsið af því að þeir telja sig eiga inn tvö aukastig sem kæmu þeim yfir Rússana.
Málsmeðferðin er aðeins nýbyrjuð og ekki vitað hvenær er von á niðurstöðu í málinu.
CAS registered 4 appeals for the ISU decision: 1 from Skate Canada to put Canada in bronze, three from Russia to reinstate original rankings (1 from Russian Olympic Committee, 1 from Russian figure skating federation, and 1 from the athletes of the team event) https://t.co/SuQUWcS5bI pic.twitter.com/vCDmVaQe1l
— Jackie Wong (@rockerskating) February 26, 2024