Örvæntingin Sigmar Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2024 08:00 Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fíkn Viðreisn Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun