Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 07:00 Íshokkí er engin venjuleg íþrótt. Len Redkoles/Getty Images Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað. Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum. Íshokkí Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira
Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum.
Íshokkí Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira