Hraðinn á fólksfjölguninni valdi vaxtaverkjum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 13:27 „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það,“ segir Guðmundur Ingi Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“ Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira