Mistök markvarðar Mainz tryggði Leverkusen sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 21:46 Sigurmarkinu fagnað. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Mainz í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörður gestanna gerðist sekur um slæm mistök sem þýða að Leverkusen er nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn