Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 19:22 Ragnar Þór hefur trú á að VR geti náð góðum samningum utan breiðfylkingarinnar og ætlar að vera í bandi við fagfélögin. Vísir/Arnar Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu. Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira