Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Ungverjaland 70-65 | Undankeppnin hefst á lífsnauðsynlegum sigri Atli Arason skrifar 22. febrúar 2024 21:25 Dressman auglýsing? Fimm fræknu? Nýjasta strákahljómsveit Íslands? Eða bara hluti af þeim sem lögðu sitt á vogarskálarnar í sigrinum á Ungverjum. Vísir/Hulda Margrét Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. Martin Hermannsson gerði fyrstu tvö stig leiksins með flotskoti en það voru samt sem áður Ungverjarnir sem byrjuðu leikinn betur, þar sem fyrstu þrjú þriggja stiga skot þeirra fóru öll ofan í körfuna á upphafs mínútunum, 2-6. Töframaðurinn Martin Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Íslensku strákarnir létu samt alls ekki slá sig út af laginu og héldu sér inn í leiknum þangað til að Jón Axel Guðmundsson jafnaði leikinn í stöðunni 9-9. Ungverjar héldu þó áfram að vera skrefi á undan áður en Kristinn Pálsson kastaði niður sínum fyrsta þrist í leiknum og Ísland komið yfir, 14-13. Forskotið sveiflaðist á milli liða en gestirnir náðu að skora síðustu fjögur stig fyrsta fjórðungs sem þeir unnu, 16-19. It's in the name.Iceland really do have the coldest plays. #MakeYourMark x #EuroBasket pic.twitter.com/NPOonw9knR— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) February 22, 2024 Íslenska geðveikin tók svo við í öðrum leikhluta og Tryggvi Snær Hlinason jafnar leikinn enn eina ferðina með troðslu í stöðunni 23-23. Einu sinni sem oftar þá gáfust Ungverjar ekki upp náðu í fjórgang þriggja stiga forskoti en Ísland kom alltaf aftur. Ungverjar gerðu hins vegar gott betur og kláruðu annan leikhluta með fjögurra stiga áhlaupi eftir klaufagang í íslensku sókninni. Hálfleikstölur 33-37 Ungverjum í vil. Þriðji leikhluti var áfram sama sagan, þangað til að gestirnir ná sjö stiga áhlaupi með Zoltan Perl fremstan í flokki. Þá var allt í einu komið dökkt ský yfir íslenska liðið og Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, tók leikhlé. Craig, fyrir miðju.Vísir/Hulda Margrét Með dyggum stuðningi úr stúkunni þá gafst íslenska liðið ekki upp og setti í fluggír með Elvar Már Friðriksson fremstan í flokki, sem gerði fimm síðustu stig þriðja leikhluta og munurinn skyndilega orðinn tvö stig fyrir síðasta fjórðunginn, 49-51, og allt ætlaði um koll að keyra á áhorfendapöllunum. Elvar Már hélt svo áfram þar sem frá var horfið og setti niður risastóran þrist til að jafna leikinn í 52-52. Eftir það var ekki aftur snúið, Ísland náði í kjölfarið sínu stærsta forskoti í leiknum í stöðunni 61-52. Elvar Már var mættur til að láta finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Eins og góðum skemmtikröftum sæmir þá urðu þeir samt að gefa áhorfendum eitthvað fyrir peninginn sinn með því að gera leikinn aftur spennandi þegar þeir hleyptu Ungverjum aftur inn í leikinn. Mikael Hopkins setti niður þrist úr horninu og staðan allt í einu 61-58 og tvær mínútur eftir. Eftirleikurinn var samt ekki flókinn með eitt stykki Martin Hermannsson innanborðs. Ungverjar sendu hann ítrekar á vítalínuna með því að brjóta á honum en Martin klikkaði ekki á einu einasta vítaskoti allan leikinn. Fór svo að lokum að Ísland vann afar mikilvægan fimm stiga sigur, 70-65. Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Nær endalaus orka og baráttuvilji skilaði íslenskum sigri í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Martin var stigahæstur með 17 stig, fjórar stoðsendingar og fjögur fráköst. Tryggvi Snær var vanur sjálfum sér með heil 11 fráköst og 14 stig þar að auki. Elvar var stoðsendingahæstur með 8 stoðsendingar ásamt því að gera 13 stig með körfum á mikilvægum augnablikum í leiknum. Kristinn Pálsson átti svo frábæra innkomu af bekknum en hann kom inn með 11 bráðnauðsynleg stig. Hvað gerist næst? Ísland fer til Tyrklands á sunnudag með afar mikilvægan sigur í farteskinu. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta
Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. Martin Hermannsson gerði fyrstu tvö stig leiksins með flotskoti en það voru samt sem áður Ungverjarnir sem byrjuðu leikinn betur, þar sem fyrstu þrjú þriggja stiga skot þeirra fóru öll ofan í körfuna á upphafs mínútunum, 2-6. Töframaðurinn Martin Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Íslensku strákarnir létu samt alls ekki slá sig út af laginu og héldu sér inn í leiknum þangað til að Jón Axel Guðmundsson jafnaði leikinn í stöðunni 9-9. Ungverjar héldu þó áfram að vera skrefi á undan áður en Kristinn Pálsson kastaði niður sínum fyrsta þrist í leiknum og Ísland komið yfir, 14-13. Forskotið sveiflaðist á milli liða en gestirnir náðu að skora síðustu fjögur stig fyrsta fjórðungs sem þeir unnu, 16-19. It's in the name.Iceland really do have the coldest plays. #MakeYourMark x #EuroBasket pic.twitter.com/NPOonw9knR— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) February 22, 2024 Íslenska geðveikin tók svo við í öðrum leikhluta og Tryggvi Snær Hlinason jafnar leikinn enn eina ferðina með troðslu í stöðunni 23-23. Einu sinni sem oftar þá gáfust Ungverjar ekki upp náðu í fjórgang þriggja stiga forskoti en Ísland kom alltaf aftur. Ungverjar gerðu hins vegar gott betur og kláruðu annan leikhluta með fjögurra stiga áhlaupi eftir klaufagang í íslensku sókninni. Hálfleikstölur 33-37 Ungverjum í vil. Þriðji leikhluti var áfram sama sagan, þangað til að gestirnir ná sjö stiga áhlaupi með Zoltan Perl fremstan í flokki. Þá var allt í einu komið dökkt ský yfir íslenska liðið og Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, tók leikhlé. Craig, fyrir miðju.Vísir/Hulda Margrét Með dyggum stuðningi úr stúkunni þá gafst íslenska liðið ekki upp og setti í fluggír með Elvar Már Friðriksson fremstan í flokki, sem gerði fimm síðustu stig þriðja leikhluta og munurinn skyndilega orðinn tvö stig fyrir síðasta fjórðunginn, 49-51, og allt ætlaði um koll að keyra á áhorfendapöllunum. Elvar Már hélt svo áfram þar sem frá var horfið og setti niður risastóran þrist til að jafna leikinn í 52-52. Eftir það var ekki aftur snúið, Ísland náði í kjölfarið sínu stærsta forskoti í leiknum í stöðunni 61-52. Elvar Már var mættur til að láta finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Eins og góðum skemmtikröftum sæmir þá urðu þeir samt að gefa áhorfendum eitthvað fyrir peninginn sinn með því að gera leikinn aftur spennandi þegar þeir hleyptu Ungverjum aftur inn í leikinn. Mikael Hopkins setti niður þrist úr horninu og staðan allt í einu 61-58 og tvær mínútur eftir. Eftirleikurinn var samt ekki flókinn með eitt stykki Martin Hermannsson innanborðs. Ungverjar sendu hann ítrekar á vítalínuna með því að brjóta á honum en Martin klikkaði ekki á einu einasta vítaskoti allan leikinn. Fór svo að lokum að Ísland vann afar mikilvægan fimm stiga sigur, 70-65. Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Nær endalaus orka og baráttuvilji skilaði íslenskum sigri í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Martin var stigahæstur með 17 stig, fjórar stoðsendingar og fjögur fráköst. Tryggvi Snær var vanur sjálfum sér með heil 11 fráköst og 14 stig þar að auki. Elvar var stoðsendingahæstur með 8 stoðsendingar ásamt því að gera 13 stig með körfum á mikilvægum augnablikum í leiknum. Kristinn Pálsson átti svo frábæra innkomu af bekknum en hann kom inn með 11 bráðnauðsynleg stig. Hvað gerist næst? Ísland fer til Tyrklands á sunnudag með afar mikilvægan sigur í farteskinu.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti