Ekkert Jordan-móment hjá Elvari: „Það var einhver misskilningur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Elvar Már Friðriksson er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir framan fulla Laugardalshöll í kvöld. Vísir/Vilhelm Elvar Már Friðriksson er ánægður með lífið í Grikklandi þar sem hann hefur spilað með PAOK Þessalóníku í vetur. Elvar verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum