„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Jón Axel Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Jón Axel Guðmundsson er einn leikmanna íslenska liðsins sem þurfti að stíga fram og taka á sig meiri ábyrgð í fjarveru Martins Hermannssonar undanfarin ár og hann hefur á þessum tíma orðið að algjörum lykilmanni í íslenska liðinu. Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira