Ungt fólk vill völd Geir Finnsson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Félagasamtök Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun