Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 18:55 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, tilkynnti strax í kjölfar uppkvaðningar héraðsdóms að allar líkur væru á málskoti. Staða LV og þar með fjölda annarra lífeyrissjóða væri mjög óviss í kjölfar dómsins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LV þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Fengu að sneiða fram hjá röðinni í Landsrétti Á ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni LV segir að sjóðurinn hafi óskað leyfis Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn, til þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms beint til Hæstaréttar og þannig sleppa viðkomu í Landsrétti. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í samtali við Vísi á dögunum að mikill einkamálahali væri að myndast í Landsrétti og að allt að eitt og hálft ár gæti tekið að fá niðurstöðu í einkamáli þar. Mikilvægt væri að bregðast við þeim málahala og það hafi að einhverju leyti verið gert með því að breyta lögum um meðferð einkamála á þann veg að hægt sé að skjóta málum beint til Hæstaréttar úr héraði. Einsýnt að dómur Hæstaréttar yrði fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að LV hafi byggt á því að brýnt sé að fá endanlega niðurstöðu í málinu eins skjótt og kostur er, engin þörf sé á að leiða vitni í því og ekki sé ágreiningur uppi um sönnunargildi munnlegs framburðar. Jafnframt telji sjóðurinn ekki þörf á sérfróðum meðdómsmanni við úrlausn málsins á æðra dómstigi. Þá telji LV einsýnt að dómur Hæstaréttar í málinu verði fordæmisgefandi um svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða breytingar á áunnum óvirkum réttindum sjóðsfélaga í samþykktum og einnig um þær ráðstafanir sem lífeyrissjóðir geti gripið til vegna hækkandi lífaldurs. Að lokum hafi LV byggt á því að þeir hagsmunir og fjármunir sem séu undir í málinu hafi verulega samfélagslega þýðingu. Þannig muni dómur Hæstaréttar ekki aðeins hafa áhrif á aðila málsins eða sjóðsfélaga leyfisbeiðanda heldur allt lífeyriskerfið. Ekkert sem kemur í veg fyrir málskotið Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni LV um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar var því samþykkt. Lífeyrissjóðir Dómsmál Tengdar fréttir Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08 Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05 Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, tilkynnti strax í kjölfar uppkvaðningar héraðsdóms að allar líkur væru á málskoti. Staða LV og þar með fjölda annarra lífeyrissjóða væri mjög óviss í kjölfar dómsins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LV þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Fengu að sneiða fram hjá röðinni í Landsrétti Á ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni LV segir að sjóðurinn hafi óskað leyfis Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn, til þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms beint til Hæstaréttar og þannig sleppa viðkomu í Landsrétti. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í samtali við Vísi á dögunum að mikill einkamálahali væri að myndast í Landsrétti og að allt að eitt og hálft ár gæti tekið að fá niðurstöðu í einkamáli þar. Mikilvægt væri að bregðast við þeim málahala og það hafi að einhverju leyti verið gert með því að breyta lögum um meðferð einkamála á þann veg að hægt sé að skjóta málum beint til Hæstaréttar úr héraði. Einsýnt að dómur Hæstaréttar yrði fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að LV hafi byggt á því að brýnt sé að fá endanlega niðurstöðu í málinu eins skjótt og kostur er, engin þörf sé á að leiða vitni í því og ekki sé ágreiningur uppi um sönnunargildi munnlegs framburðar. Jafnframt telji sjóðurinn ekki þörf á sérfróðum meðdómsmanni við úrlausn málsins á æðra dómstigi. Þá telji LV einsýnt að dómur Hæstaréttar í málinu verði fordæmisgefandi um svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða breytingar á áunnum óvirkum réttindum sjóðsfélaga í samþykktum og einnig um þær ráðstafanir sem lífeyrissjóðir geti gripið til vegna hækkandi lífaldurs. Að lokum hafi LV byggt á því að þeir hagsmunir og fjármunir sem séu undir í málinu hafi verulega samfélagslega þýðingu. Þannig muni dómur Hæstaréttar ekki aðeins hafa áhrif á aðila málsins eða sjóðsfélaga leyfisbeiðanda heldur allt lífeyriskerfið. Ekkert sem kemur í veg fyrir málskotið Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni LV um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar var því samþykkt.
Lífeyrissjóðir Dómsmál Tengdar fréttir Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08 Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05 Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08
Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02