Farþegalistar flugfélaga Þorsteinn Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2024 11:00 Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. Mun erfiðara er að stunda öfluga landamæragæslu án farþegalistanna. Svo virðist sem yfirvöld bæði eftirlitsaðilar og ráðuneyti séu nokkuð ráðalaus vegna þessa og ekki verður annað séð en að aðlilar bíði eftir hver öðrum í málinu. Fyrir breytingu á tollalögum árið 2008 var tolleftirlit og landamæraeftirlit auk öryggisleitar lengstum á hendi embættis Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli en frá 1. janúar 2007 á hendi nýs embættis Lögreglu- og tollstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þetta fyrirkomulag var skilvirkt og unnu ólíkar starfstéttir saman sem einn maður undir einni stjórn. Fagmennska var í fyrirrúmi hvarvetna. Starfsfólk var innblásið og starfsánægja mikil. Starfsmenn embættisins náðu enda eftirtektarverðum árangri í landamæragæslu og fíkniefnamálum á þessum tíma. Illu heilli var embættinu á Keflavíkurflugvelli skipt upp í undanfara breytinga á tollalögum árið 2008. Það góða starf sem unnið hafði verið undanfarin ár var að engu gert. Einn Tollstjóri var settur yfir allt Ísland og nokkrum árum síðar var farin sama leið og í Danmörku að sameina Toll og Skatt. Varð þá enn meiri fjarlægð milli stjórnunar og aðgerða. Danir hafa síðan snúið til fyrra horfs og eru Tollur og Skattur sjálfstæðar einingar. Hringlandi í málefnum tollgæslu og lögreglu hér hefur haft víðtækar afleiðingar m.a. í því máli sem hér er til umfjöllunar um farþegalista flugfélaga.Þar bendir hver á annan og virðist enginn hafa rænu eða frumkvæði. Kveðið er svo á í 3. mgr. 30. gr. Tollalaga nr. 8/2005 að: „Öllum öðrum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn, til nota við almennt tolleftirlit og áhættugreiningu, er [þau fara] 3) fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar sem og flutning farþega til og frá landinu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.“ Á grundvelli þessara lagaheimilda krafðist Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli á árum áður afhendingu farþegalista af stórum alþjóðlegum flugfélögum með hótun um að annars yrði þeim óheimilt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Listarnir fengust afhentir eftir nokkuð múður. Með lögum nr. 136/2022 sbr. 2.og 3.mgr. 17.gr. er að finna svipaða heimild um upplýsingasöfnun til handa lögreglu: - „Fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu er skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara á leið til og frá landinu, þar á meðal einkaloftfara og seglbáta. Skyldan nær einnig til upplýsinga um áætlaðan tíma komu og brottfarar.” - „Lögreglu er heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum, og við Landhelgisgæslu Íslands og önnur stjórnvöld að því marki sem nauðsynlegt er til að þau geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglu er einnig heimilt að miðla upplýsingum um farþega og áhöfn til erlendra yfirvalda að því marki sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir, koma upp um, rannsaka eða saksækja fyrir hryðjuverk eða önnur alvarleg afbrot. Um slíkar miðlanir fer að öðru leyti eftir ákvæðum III. kafla laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.” Ekki verður annað séð bæði m.t.t. til tilvitnaðra lagaheimilda og í ljósi reynslu að tiltölulega einfalt sé að krefjast þess að flugfélög afhendi lögbærum yfirvöldum farþegalista hyggist félögin stunda áætlunarflug til Íslands. Fordæmi er þegar fyrir hendi að hóta að synja þeim sem ekki afhenda farþegalista um lendingu á Íslandi. Flugfélög sem fljúga hingað hafa áður afhent farþegalista árum saman. Vandséð er því hvers vegna yfirvöld stíga nú ekki fram og krefjast afhendingar farþegalista af hendi flugfélaga. Oft var þörf en nú er brýn nauðsyn þegar straumur flóttamanna og farandfólks er meiri en nokkru sinni. Skorað er því á fagráðuneyti tollgæslu og löggæslu að nú þegar verði fyrirliggjandi heimildum beitt til að farþegalistar fáist afhentir án tafar. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. Mun erfiðara er að stunda öfluga landamæragæslu án farþegalistanna. Svo virðist sem yfirvöld bæði eftirlitsaðilar og ráðuneyti séu nokkuð ráðalaus vegna þessa og ekki verður annað séð en að aðlilar bíði eftir hver öðrum í málinu. Fyrir breytingu á tollalögum árið 2008 var tolleftirlit og landamæraeftirlit auk öryggisleitar lengstum á hendi embættis Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli en frá 1. janúar 2007 á hendi nýs embættis Lögreglu- og tollstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þetta fyrirkomulag var skilvirkt og unnu ólíkar starfstéttir saman sem einn maður undir einni stjórn. Fagmennska var í fyrirrúmi hvarvetna. Starfsfólk var innblásið og starfsánægja mikil. Starfsmenn embættisins náðu enda eftirtektarverðum árangri í landamæragæslu og fíkniefnamálum á þessum tíma. Illu heilli var embættinu á Keflavíkurflugvelli skipt upp í undanfara breytinga á tollalögum árið 2008. Það góða starf sem unnið hafði verið undanfarin ár var að engu gert. Einn Tollstjóri var settur yfir allt Ísland og nokkrum árum síðar var farin sama leið og í Danmörku að sameina Toll og Skatt. Varð þá enn meiri fjarlægð milli stjórnunar og aðgerða. Danir hafa síðan snúið til fyrra horfs og eru Tollur og Skattur sjálfstæðar einingar. Hringlandi í málefnum tollgæslu og lögreglu hér hefur haft víðtækar afleiðingar m.a. í því máli sem hér er til umfjöllunar um farþegalista flugfélaga.Þar bendir hver á annan og virðist enginn hafa rænu eða frumkvæði. Kveðið er svo á í 3. mgr. 30. gr. Tollalaga nr. 8/2005 að: „Öllum öðrum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn, til nota við almennt tolleftirlit og áhættugreiningu, er [þau fara] 3) fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar sem og flutning farþega til og frá landinu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.“ Á grundvelli þessara lagaheimilda krafðist Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli á árum áður afhendingu farþegalista af stórum alþjóðlegum flugfélögum með hótun um að annars yrði þeim óheimilt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Listarnir fengust afhentir eftir nokkuð múður. Með lögum nr. 136/2022 sbr. 2.og 3.mgr. 17.gr. er að finna svipaða heimild um upplýsingasöfnun til handa lögreglu: - „Fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu er skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara á leið til og frá landinu, þar á meðal einkaloftfara og seglbáta. Skyldan nær einnig til upplýsinga um áætlaðan tíma komu og brottfarar.” - „Lögreglu er heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum, og við Landhelgisgæslu Íslands og önnur stjórnvöld að því marki sem nauðsynlegt er til að þau geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglu er einnig heimilt að miðla upplýsingum um farþega og áhöfn til erlendra yfirvalda að því marki sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir, koma upp um, rannsaka eða saksækja fyrir hryðjuverk eða önnur alvarleg afbrot. Um slíkar miðlanir fer að öðru leyti eftir ákvæðum III. kafla laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.” Ekki verður annað séð bæði m.t.t. til tilvitnaðra lagaheimilda og í ljósi reynslu að tiltölulega einfalt sé að krefjast þess að flugfélög afhendi lögbærum yfirvöldum farþegalista hyggist félögin stunda áætlunarflug til Íslands. Fordæmi er þegar fyrir hendi að hóta að synja þeim sem ekki afhenda farþegalista um lendingu á Íslandi. Flugfélög sem fljúga hingað hafa áður afhent farþegalista árum saman. Vandséð er því hvers vegna yfirvöld stíga nú ekki fram og krefjast afhendingar farþegalista af hendi flugfélaga. Oft var þörf en nú er brýn nauðsyn þegar straumur flóttamanna og farandfólks er meiri en nokkru sinni. Skorað er því á fagráðuneyti tollgæslu og löggæslu að nú þegar verði fyrirliggjandi heimildum beitt til að farþegalistar fáist afhentir án tafar. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar