Menning

Hildur Hermóðs­dóttir er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur sendi frá sér bókina Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu árið 2022.
Hildur sendi frá sér bókina Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu árið 2022. Bókaútgáfan Salka

Hild­ur Hermóðsdótt­ir, kenn­ari og bóka­út­gef­andi, er látin, 73 ára að aldri.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Hildur lést á Hrafn­istu Boðaþingi síðastliðinn sunnudag.

Hildur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum og síðar við Kennaraskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 1972. Hún lauk svo gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 með sögu og íslensku sem aukagreinar.

Hildur starfaði sem lengi sem grunnskólakennari, auk þess að vinna að dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu og bókaumfjöllun í dagblöðum. Á árunum 1986 til 2000 starfaði hún sem ritstjóri barnabóka hjá Bókaútgáfu Máls og menningar.

Árið 2000 stofnaði Hildur svo Bókaútgáfuna Sölku ásamt Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, en Hildur tók alfarið við rekstrinum árið 2002. Hún seldi svo útgáfuna árið 2015 og stofnaði þá Textasmiðjuna.

Hildur sendi frá sér bókina Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átök­in miklu árið 2022.

Eiginmaður Hildar var Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri sem lést í nóvember síðastliðinn. Þau eignuðust þrjú börn, þau Jóhönnu Sigurborgu, Ara Hermóð og Sigríði Þóru.


Tengdar fréttir

Jafet S. Ólafsson látinn

Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri er látinn og andaðist hann að morgni síðastliðins þriðjudags, þá 72 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.