„Þurfum að þora og þora að vera til“ Siggeir Ævarsson skrifar 20. febrúar 2024 20:49 Ingvar hafði ástæðu til að fagna í kvöld Vísir/Anton Brink Haukar glímdu við þriðja Suðurnesjaliðið í kvöld þegar liðið tók á móti Njarðvík í miklum spennuleik. Öfugt við síðustu tvo leiki þá kláruðu Haukar þennan jafna leik að lokum, lokatölur á Ásvöllum 88-78. Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira
Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira