Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2024 09:04 Maðurinn græddi rúmar 87 milljónir íslenskra króna á svindlinu. Vísir/Getty Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum. Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum.
Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira