Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2024 09:04 Maðurinn græddi rúmar 87 milljónir íslenskra króna á svindlinu. Vísir/Getty Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum. Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum.
Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira