Lífið

Samfélagsmiðlaprakkari boð­flenna á Bafta-verðlaunum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Samfélagsmiðlaprakkarinn Lizwani stendur fyrir aftan Christopher Nolan á sviðinu og við hlið leikarans Cillian Murphy.
Samfélagsmiðlaprakkarinn Lizwani stendur fyrir aftan Christopher Nolan á sviðinu og við hlið leikarans Cillian Murphy. Vísir/Getty

Samfélagsmiðlaprakkarinn Liswani var boðflenna á sviði við afhendingu verðlauna fyrir bestu kvikmyndina á Bafta-verðlaununum í gærkvöldi. 

Í tilkynningu frá forsvarsfólki hátíðarinnar kemur fram að hann hafi verið fjarlægður af öryggisgæslu eftir að hann hafði farið með sigurvegurum á svið, en kvikmyndin Oppenheimer hlaut þau verðlaun.

„Við tökum þessu mjög alvarlega og við viljum ekki gefa honum meiri athygli með því að segja meira um málið,“ segir í yfirlýsingu hátíðarinnar.

Í upptöku af atvikinu sem má sjá hér að ofan má sjá manninn ganga á sviðið með framleiðanda Oppenheimer, Emmu Thomas, aðalleikara myndarinnar, Cillian Murphy og leikstjóra hennar Christopher Nolan. Á meðan Thomas þakkaði fyrir verðlaunin stóð hann með þeim og yfirgaf sömuleiðis sviðið með þeim. Baksviðs var hann svo tekinn af öryggisgæslu og vísað út.

Ekki í fyrsta sinn

Í frétt Guardian segir að um sé að ræða YouTube-stjörnuna Lizwani en hann hefur áður verið boðflenna á öðrum hátíðum þar með talið Brit-verðlaununum og fótboltaverðlaununum Fifa Ballon d’Or. Nánar er fjallað um málið á vef Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.